Flúoxetín Actavis 20mg lausnartöflur

Skráðu lyfin Flúoxetín Actavis 20 mg 30 og 100 stk, lausnatöflur eru nú ófáanlegar hjá heildsala og í flestum apótekum. Ástæða fyrir skorti er skortur á virka efninu hjá framleiðanda sem tefur framleiðslu á lyfinu

Skráðu lyfin Flúoxetín Actavis 20 mg 30 og 100stk, lausnartöflur eru nú ófáanlegar hjá heildsala og í flestum apótekum. Ástæða fyrir skorti er skortur á virka efninu hjá framleiðanda sem tefur framleiðslu á lyfinu.

Samkvæmt umboðsaðila lyfsins er ekki von á lyfinu fyrr en í byrjun nóvember.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga:

Á markaði eru önnur lyf sem innihalda sama virka efni og Flúoxetin Actavis, lyfið Fontex 20 mg 100 stk dreifitöflur og eftirfarandi lyf á öðru lyfjaformi, Fluoxetin WH og Fluoxetin Mylan 20mg hylki.

Ráð til lyfjanotenda:

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Síðast uppfært: 12. júlí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat