Skráningarsvið

Á skráningarsviði er meðal annars unnið að gæðamati lyfja og útgáfu markaðsleyfa lyfja. Áður en nýtt lyf kemur á markað eru framkvæmdar viðamiklar eiturefna-, gæða- og klínískar rannsóknir af framleiðandanum. Niðurstöður þessara prófana eru metnar af lyfjayfirvöldum til að staðfesta gæði og öryggi lyfsins.

Sviðsstjóri er Eva Björk Valdimarsdóttir.

Starfsemin fer fram í tveimur deildum, markaðsleyfadeild og matsdeild.

  • Markaðsleyfadeild
    Deildarstjóri er Sólrún Haraldsdóttir
  • Matsdeild
    Deildarstjóri er Ulrike Muus

Umsóknir frá lyfjafyrirtækjum eru metnar á skráningarsviði. Samþykkt nýrra lyfja fer oftast fram í gegnum Evrópskt samstarf í gegnum svokallaða skráningarferla. Ísland er aðili að Evrópusamstarfinu fyrir tilstuðlan EES samningsins.

Áður en nýtt lyf kemst á markað eru framkvæmdar viðamiklar eiturefna-, gæða- og klínískar rannsóknir af framleiðandanum. Niðurstöður þessara prófana eru metnar af lyfjayfirvöldum til að staðfesta gæði og öryggi lyfsins. Að því loknu er hægt að markaðssetja og selja lyfið til neytenda. Áður en nýtt lyf kemst á markað eru framkvæmdar viðamiklar eiturefna-, gæða- og klínískar rannsóknir af framleiðandanum. Niðurstöður þessara prófana eru metnar af lyfjayfirvöldum til að staðfesta gæði og öryggi lyfsins. Að því loknu er hægt að markaðssetja og selja lyfið til neytenda.

Eftir að lyf hefur hlotið markaðsleyfi og er komið á markað er nauðsynlegt að viðhalda markaðsleyfinu. Í því felst m.a. eftirfylgni aukaverkana, uppfærslur á lyfjatextum og miðlun á upplýsingum um lyfið til heilbrigðisstarfsmanna. Starfsfólk skráningarsviðs yfirfer allar upplýsingar og metur áður en þær eru gefnar út.

Síðast uppfært: 14. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat