Eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum getur myndast í brjósti þeirra sem hafa ígræddan brjóstapúða. Um er að ræða svokallað T-frumu eitilfrumukrabbamein en ekki hefðbundið brjóstakrabbamein. Meinið getur myndast í bandvefshimnunni („kapsúlunni“) sem umlykur brjóstapúðann og er langoftast staðbundið. Í einstaka tilfellum getur það dreift sér í nærliggjandi vefi eða líffæri.
02. Hvað er eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum?
Síðast uppfært: 22. október 2020