07. Hvað er milliverkun?

Notkun tveggja eða fleiri lyfja samtímis getur leitt til þess að ólík lyf hafi áhrif á hvert annað, milliverki. Þetta getur orðið til þess að auka eða draga úr verkun lyfjanna og um leið valdið aukaverkunum. Því er mikilvægt að segja lækninum frá því hvaða önnur lyf eru tekin til þess að koma í veg fyrir að óheppileg lyf séu notuð saman. Lyfjastofnun tekur á móti tilkynningum um milliverkanir lyfja.

Einstaklingar eru hvattir til að nýta sér vefeyðublöð stofnunarinnar þegar tilkynna þarf milliverkun, en einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat