Já, einstaklingar mega flytja inn í pósti lyf sem innihalda virka efnið melatónín frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Innflutningurinn þarf að uppfylla skilyrði sem sett eru fram í reglugerð nr. 212/1998, um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.
Sé varan framleidd og framsett sem fæðubótarefni þarf innflutningurinn að uppfylla kröfur sem gerðar eru um innflutning einstaklinga á fæðubótarefnum. Matvælastofnun hefur eftirlit með innflutningi fæðubótarefna.
Leiðbeiningar um innflutning á lyfjum er að finna í svörum við spurningum nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 8 í þessum kafla.
(21.9.2017)