09. Eru takmarkanir á innflutningi einstaklinga á ávana- og fíknilyfjum til Íslands?

Já. Takmarkanir eru í gildi á innflutningi ávana- og fíknilyfja til Íslands.

Takmörkunin nær til lyfja sem innihalda að hluta til efni sem tilgreind eru í fylgiskjali I við reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með síðari breytingum.

Að jafnaði má hafa meðferðis ávana- og fíknilyf í magni sem samsvarar 30 daga skammti. Undantekning frá þessari meginreglu er fyrir einstaklinga sem hafa skráð lögheimili á Íslandi í þeim tilfellum sem umræddra lyfja hefur verið aflað erlendis. Þá má viðkomandi hafa meðferðis ávana- og fíknilyf í magni sem samsvarar 7 daga skammti. Í öllum tilfellum er hér miðað við skilgreindan dagskammt og getur því dagafjöldi verið takmarkaðri miðað við notkun samkvæmt vottorði eða lyfjaávísun læknis.

Einstaklingar á ferðalagi á yfirráðasvæði Schengen samningsaðila mega hafa meðferðis ávana- og fíknilyf í því magni sem nauðsynlegt er vegna læknismeðferðar að því tilskildu að þeir framvísi vottorði sem er gefið út af þar til bæru yfirvaldi í búsetulandinu, sbr. 75. gr. Schengen-samningsins. Slík vottorð gilda að hámarki 30 daga frá útgáfudegi.

Óheimilt er að fá ávana- og fíknilyf send í pósti.

(30.6.2023)

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat