12. Hvenær verður Eudamed tekið í gagnið?

a. 1. Desember 2020 var fyrsta eining af sex fyrirhuguðum tekin í notkun.

b. Fyrsta einingin er sk. "Actor registration module" sem er ætluð framleiðendum, innflytjendum og viðurkenndum fulltrúum lækningatækja. Þessir aðilar geta nú skráð sig í grunninn og fengið úthlutað einkvæmu skráningarnúmeri (e. Single registration number) sem tryggir auðkenni viðkomandi fagaðila.

c. Ekki er skylda að skrá sig í EUDAMED gagnabankann fyrr en formleg innleiðing hans hefur tekið gildi en ekki er ljóst sem stendur hvenær það verður. Fagaðilar eru samt sem áður hvattir til að skrá sig fyrr en seinna í gagnabankann.

Síðast uppfært: 6. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat