06. Dýralæknir kaupir lyf í heildsölu fyrir óverulega upphæð og fær reikning fyrir lyfjaeftirlitsgjöldum sem er hærri en upphæðin sem hann keypti fyrir í heildsölunni – getur þetta verið rétt ?

Já, þetta er rétt. Gjald af lyfsölu dýralækna er 0,3% af innkaupum frá heildsölum, eða lágmarksgjald. Greiðandi er dýralæknirinn sem um ræðir, og allir dýralæknar sem kaupa lyf í heildsölu greiða a.m.k. lágmarksgjald, jafnvel þó um óverulega upphæð sé að ræða.

Til að komast hjá því að greiða lyfjaeftirlitsgjald dýralæknis vegna lítillar umsýslu þá er hægt að fara með lyfseðil í lyfjabúð og fá afgreidd þar þau lyf sem dýralækni vantar.

(09.11.2017)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat