Styrkbeiðnir

Styrkbeiðendur geta skráð sig á lista hjá Lyfjastofnun sem starfsfólk velur úr í lok árs

Í desembermánuði á hverju ári veitir Lyfjastofnun styrk til félagasamtaka á sviði mannúðarmála. Styrkurinn nemur andvirði kaupa á jólakortum og sendingu þeirra. Forsvarsfólki félagasamtaka á sviði mannúðarmála gefst kostur á að skrá sín samtök á lista yfir mögulega styrkhafa það árið. Hefð hefur skapast fyrir því að starfsfólk Lyfjastofnunar velji úr listanum styrkhafa einu sinni á ári, í árslok.

Lokað hefur verið fyrir skráningar vegna styrkveitingar 2023. Næsta styrkveiting er fyrirhuguð í lok árs 2024.

Styrkurinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir góðgerðarsamtök og Lyfjastofnun áskilur sér þ.a.l. rétt til að hafna skráningum á listann.

Síðast uppfært: 6. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat