Ársskýrsla Lyfjastofnunar er komin út

Árið einkenndist af verkefnum tengdum COVID-19

Ársskýrsla Lyfjastofnunnar fyrir árið 2021 er komin út á vef stofnunarinnar. Ársskýrslan kemur út í fyrsta sinn á vefviðmóti.

Árið var viðburðaríkt hjá Lyfjastofnun og einkenndist af verkefnum tengdum COVID-19. Mikil aukning varð á tilkynntum aukaverkunum. Að meðaltali bárust fleiri tilkynningar mánaðarlega en áður bárust árlega.  Fjöldi erinda frá almenningi og fjölmiðlum barst á árinu enda mikill áhugi fyrir upplýsingum um ýmislegt tengt bóluefnunum. 

Þrátt fyrir að fátt annað en COVID-19 hafi komist að þá voru mörg önnur stór og mikilvæg verkefni unnin á árinu. Fyrsta dag ársins tóku ný lyfjalög gildi sem samþykkt voru árið 2020. Skipulagsbreytingar urðu innan stofnunarinnar og erlendu samstarfi var haldið áfram.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, lítur yfir árið í ávarpi sínu og ræðir þær áskoranir sem þurfti að takast á við. Hún þakkar starfsmönnum sínum fyrir þol, seiglu og góða samvinnu.

Það má með sanni segja að árið 2021 hafi verið viðburðaríkt hjá Lyfjastofnun og reynt hefur á seiglu og þol starfsmanna og stjórnenda. Við horfum samt björtum augum fram á við, tilbúin að takast á við ný og gömul verkefni.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.

Ársskýrslan er aðgengileg í heild sinni á vef stofnunarinnar.

Síðast uppfært: 14. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat