Aukaverkanatilkynningar í nóvember

Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru færri í nóvember síðastliðnum en í október og munar töluvert miklu. Sá munur skýrist m.a. af því að í október skiluðu sér niðurstöður úr markvissu samstarfi Landspítalans og Lyfjastofnunar til að fylgja sérstaklega eftir aukaverkanatilkynningum vegna nýs líftæknihliðstæðulyfs. Tilkynningar frá lyfjafræðingum voru því óvenju margar í þeim mánuði samanborið við flesta aðra mánuði ársins.

Á hinn bóginn má benda á að tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru hlutfallslega fleiri í nóvember en aðra mánuði, en sérstaklega mikilvægt er að slíkar tilkynningar komist til skila.

Það sem af er ári hefur 218 sinnum verið tilkynnt um aukaverkun lyfs, þar af eru 24 alvarleg tilvik. 

Sjá einnig: Allir geta tilkynnt um aukaverkun lyfs til Lyfjastofnunar

 

Aukaverk.-nov.-man

Aukaverkanir-nov.-tilkynnandi

Síðast uppfært: 11. desember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat