Aukaverkanatilkynningar vegna dýralyfja

Dýralæknum ber skylda til að tilkynna atvik vakni grunur um aukaverkun vegna notkunar dýralyfs. Dýraeigendur geta einnig tilkynnt

Dýr þurfa stundum á lyfjum að halda, eins og mannfólkið. Mikilvægt er að lyfin verki eins og þeim er ætlað, rétt eins og á við um lyf fyrir menn. Komi upp einhver frávik frá ætlaðri verkun, sem annað hvort eru augljós eða dýrið gerir vart um, er mikilvægt að tilkynna grun um aukaverkun.

Eigendur hvattir til að fylgjast með og tilkynna

Í fylgiseðlum dýralyfja má finna upplýsingar um þekktar aukaverkanir viðkomandi lyfs. Sé um lyf að ræða sem reikna má með að eigandinn gefi dýrinu, fylgir gjarnan hvatning um að láta dýralækni vita ef vart verður einhverra aukaverkana, en eigandinn sjálfur getur líka tilkynnt.

Hægt er að tilkynna grun um aukaverkun til Lyfjastofnunar á þar til gerðu vefeyðublaði.

Dýralyfjalög kveða á um tilkynningaskyldu dýralækna

Í lögum um dýralyf sem öðluðust gildi í febrúar 2022 er kveðið á um að dýralæknum sé skylt að tilkynna til Lyfjastofnunar hafi þeir grun um aukaverkun vegna notkunar dýralyfs.

Lyfjastofnun starfrækir lyfjagátarkerfi samkvæmt lögunum til að hafa eftirlit með öryggi dýralyfja, og heldur stofnunin skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar eru til hennar.

Sérlyfjaskrá á lyf.is

Í sérlyfjaskrá, sem hefur að geyma upplýsingar um öll lyf sem eru á markaði á Íslandi, er hægt að leita sérstaklega að lyfjum fyrir dýr.

Lyf sem eingöngu er ætluð dýrum eru einkennd með lítilli loppu.

Hins vegar kemur fyrir í einstaka tilvikum að lyfjum fyrir menn sé ávísað handa dýrum. Sé heiti slíks lyfs slegið inn í leit á lyf.is, myndi loppu- og dýralyfsmerkingin því ekki vera til staðar.

Síðast uppfært: 27. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat