Birtar hafa verið reglur um lækkun gjalda samkvæmt gjaldskrá

Lyfjastofnun er heimilt að lækka gjöld sem kveðið er á um í gjaldskrá, gefi sérstakar ástæður tilefni til

Stofnunin skal setja reglur um forsendur og fyrirkomulag lækkunar gjalda og birta þær á vef sínum.

Nú er hægt að sækja um lækkun gjalda vegna RMS-skráninga, 0 daga ferla fyrir markaðsleyfi og tegundabreytingar, styttra endurnýjunarferli samheitalyfja, og árgjalda.

Gerð er grein fyrir skilyrðum og leiðum til að óska eftir lækkun gjalda í nýbirtum reglum á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 29. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat