Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Ecansya, Xeloda og Flúoróúracil Accord

Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda 5-flúoróúracíl i.v. (5-FU), capecítabín eða tegafur hafa, í samráði við Lyfjastofnun og Lyfjastofnun Evrópu, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna sem fjallar um aukna hættu á alvarlegum eiturverkunum hjá sjúklingum með díhýdrópýrimídín dehýdrógenasa (DPD) skort.

  • Sjúklingar með algjöran skort eða að hluta til á DPD eru í aukinni hættu á alvarlegum eiturverkunum meðan á meðferð með flúorópýrimidínum (5-FU, capecítabín, tegafur) stendur.
  • Greining á svipgerð og/eða arfgerð er ráðlögð áður en meðferð með flúorópýrimidínum er hafin.
  • Frábending er fyrir meðferð með lyfjum sem innihalda 5-FU, capecítabín eða tegafur hjá sjúklingum með þekktan algjöran DPD-skort.
  • Íhuga skal minnkaðan upphafsskammt hjá sjúklingum með staðfestan DPD-skort að hluta til.
  • Eftirlit með meðferðarþéttni flúoróúracíls getur bætt klíníska niðurstöðu hjá sjúklingum sem fá samfellt innrennsli af 5-flúoróúracíli.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Ecansya, Xeloda og Flúoróúracil Accord í Sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat