Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Ozempic (semaglútíð) og Victoza (liraglútíð)

Aukin eftirspurn hefur leitt til birgðaskorts

Novo Nordisk A/S kemur eftirfarandi upplýsingum á framfæri í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun:

  • Aukin eftirspurn eftir Ozempic og Victoza glúkagon-líkum peptíð-1 viðtakaörvum til inndælingar, ásamt takmörkunum á afkastagetu á sumum framleiðslustöðum okkar hefur leitt til skorts, þ.m.t. birgðaskorts. Til að greiða fyrir auknu framboði á Ozempic ákvað Novo Nordisk að draga tímabundið úr framboði á Victoza. Þessi skortur á Ozempic og Victoza á eftir að aukast á síðasta ársfjórðungi 2023.
  • Gert ráð fyrir skorti á Ozempic af og til út árið 2024. Gert er ráð fyrir skorti á Victoza a.m.k.fram til 2. ársfjórðungs 2024. Birgðaskorturinn tengist hvorki gæðum lyfjanna né öryggisvandamálum.
  • Ekki ætti að hefja meðferð með Victoza hjá nýjum sjúklingum fyrr en í fyrsta lagi á 2. ársfjórðungi 2024 þegar gert er ráð fyrir að framboð verði komið í eðlilegt horf og eingöngu ætti að nota fyrirliggjandi birgðir fyrir áframhaldandi meðferð hjá sjúklingum sem þegar eru á meðferð.
  • Novo Nordisk mun takmarka framboð á upphafsskammti Ozempic (0,25 mg), sem gert er ráð fyrir að takmarki meðferð hjá nýjum sjúklingum, til að draga úr aukinni þörf á viðhaldsskömmtum (Ozempic 0,5 mg og 1 mg). Ráðlagt er að takmarka meðferð hjá nýjum sjúklingum meðan á skorti stendur og þar til birgðastaðan lagast en gert er ráð fyrir því á fyrsta ársfjórðungi 2024.
  • Ef Ozempic eða Victoza er ekki fáanlegt fyrir sjúklinga sem eru þegar á meðferð með öðru hvoru þessara lyfja, ætti að láta sjúklinga á öruggan hátt skipta yfir í annan glúkagon-líkan peptíð-1 viðtakaörva til inndælingar, eða annan hentugan valkost í samræmi við klínískt mat.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna

Síðast uppfært: 14. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat