Fjöldi aukaverkanatilkynninga í október

Eins og sagt var frá hér á vefnum í síðasta mánuði hefur verið ákveðið að birta með reglubundnum hætti upplýsingar um fjölda tilkynninga um aukaverkanir lyfja sem borist hafa Lyfjastofnun. Upplýsingarnar sýna hve margar aukaverkanatilkynningar hafa borist í hverjum mánuði, hve margar þeirra teljast alvarlegar, og hvaða hópi tilkynnandinn tilheyrir; hvort viðkomandi kemur úr hópi heilbrigðisstarfsmanna eða er notandi lyfsins.

 

Tilkynningar í október fleiri en aðra mánuði þessa árs

Töflurnar sem hér birtast sýna að aukaverkanatilkynningum hefur fjölgað til muna milli mánaðanna september og október, og í október bárust fleiri tilkynningar en í öðrum mánuðum ársins, sem á sér ákveðnar skýringar; það sem af er ári hafa Lyfjastofnun borist 203 tilkynningar um aukaverkun eða grun um aukaverkun. -Af tilkynningum í október töldust fjórar vera alvarlegar.

 

Aukaverkanatilkynningar-eftir-fjolda-01-10-2019

Sveiflur milli mánaða eftir tilkynnendum

Þegar litið er yfir upplýsingar fyrri mánaða um hver tilkynnir aukaverkun eru læknar í þeim hópi sem hvað oftast tilkynnir framan af ári. Í júlí og í október sendu lyfjafræðingar flestar tilkynningarnar, í október voru tilkynningar þeirra 36 talsins. Fjöldinn frá lyfjafræðingum þessa mánuði skýrist af því að Landspítalinn og Lyfjastofnun hófu markvisst samstarf, til að fylgja sérstaklega eftir aukaverkanatilkynningum vegna lyfsins Flixabi. Lyfið kom á markað hérlendis fyrr á þessu ári en þetta er líftæknihliðstæðulyf og slík lyf eru merkt svörtum þríhyrningi. Lyf með svörtum þríhyrningi eru undir sérstöku eftirliti og tilkynna skal Lyfjastofnun allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Um Flixabi er fjallað í grein í nýjustu útgáfu Læknablaðsins. -Þá má nefna að það sem af er ári hafa einungis fjórar tilkynningar vegna aukaverkana dýralyfja borist Lyfjastofnun frá dýralæknum.

 

Fjoldi-aukaverkanatilkynninga-eftir-tilkynnendum-okt.2019_1574781668004

Síðast uppfært: 28. nóvember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat