Geymsluþol Comirnaty (Pfizer/BioNTech) lengt

Geymsluþol fyrir frosin hettuglös lengist um sex mánuði

Markaðsleyfishafi bóluefnisins Comirnaty (Pfizer/BioNTech) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna þar sem upplýst er um nýtt geymsluþol fyrir bóluefnið við ofurlágt hitastig, innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Geymslukilyrði lyfjanna eru óbreytt (-90°C til -60°C) en upplýsingar um bóluefnið hafa verið uppfærðar með nýju geymsluþoli fyrir frosin hettuglös sem lengist úr 12 mánuðum í 18.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfum til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 21. desember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat