Inflúensubólusetning – upplýsingar fyrir almenning

Skammtar inflúensubóluefnis í ár eru 11.000 fleiri en keyptir voru í fyrra.

Innan tíðar hefst árleg bólusetning við inflúensu. Inflúensubóluefnin fyrir veturinn 2021-2022 innihalda tvo nýja veirustofna.

Veirustofnar í inflúensubóluefnunum

A/Victoria/2570/2019 (H1N1)pdm09-líkur stofn (nýr) 

A/Cambodia/e0826360/2020 (H3N2)-líkur stofn (nýr) 

B/Washington/02/2019-líkur stofn 

B/Phuket/3073/2013-líkur stofn. 

Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hefur sóttvarnalæknir gert samning við dreifingaraðilann Vistor og verður bóluefnið VaxigripTetra notað í bólusetningum veturinn 2021-2022. Alls voru 95.000 skammtar keyptir fyrir veturinn. Bóluefnið er annað tveggja inflúensubóluefna sem eru á markaði á Íslandi.

Inflúensubóluefni sem eru á markaði á Íslandi

Fullt heiti ATC flokkur Innihaldsefni Lyfjaform Íkomuleið Aldurshópur 
VaxigripTetra 15 míkróg Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu J07BB02 Inflúensuveira (deydd, klofin) Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Til notkunar í vöðva, til notkunar undir húð Frá 6 mánaða aldri 
Influvactetra 15/15/15/15 míkróg/skammt Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu  J07BB02  Inflúensuveiru yfirborðsmótefnavakar (óvirkjaðir)  Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu  Til notkunar í vöðva, til notkunar undir húð  Frá 6 mánaða aldri  

Bæði bóluefnin eru ræktuð í frjóvguðum hænueggjum úr heilbrigðum hænsnahópum.

Skammtar fyrir bóluefni á markaði

VaxigripTetra: Fullorðnir: Einn 0,5 ml skammtur.

Börn: Börn 6 mánaða til 17 ára að aldri: Einn 0,5 ml skammtur.

Handa börnum yngri en 9 ára að aldri, sem ekki hafa verið bólusett áður, á að gefa annan 0,5 ml skammt eftir 4 vikur.

Influvactetra: Fullorðnir: 0,5 ml.

Börn: Börn frá 6 mánaða til 17 ára: 0,5 ml.

Börn yngri en 9 ára, sem hafa ekki verið bólusett áður með árstíðabundnu inflúensubóluefni: Gefa skal annan 0,5 ml skammt eftir a.m.k. fjórar vikur.

Inflúensubóluefni sem hafa markaðsleyfi, en eru ekki á markaði á Íslandi

J07BB01 – Inflúensuveira óvirk

Pandemic Influenza Vaccine H5N1 Baxter

J07BB02 – Inflúensa hreinsaðir mótefnavakar

Adjupanrix

Aflunov

Fluad Tetra

Fluarix Tetra

Flucelvax Tetra

Foclivia

Influvac

Supemtek

J07BB03 – Inflúensuveira, veikluð

Fluenz tetra

Pandemic influenza vaccine H5N1 AstraZeneca

Síðast uppfært: 18. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat