Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir lætur af störfum

Hrefna Guðmundsdóttir verður yfirlæknir, og nýr staðgengill forstjóra er Sindri Kristjánsson

Kolbeinn Guðmundsson hefur látið af störfum hjá Lyfjastofnun sem yfirlæknir og staðgengill forstjóra, og hverfur til annarra starfa. Kolbeinn hefur unnið hjá stofnuninni frá hausti 2008 og gegnt stöðu yfirlæknis frá 2010, staðgengils forstjóra frá 2019. Hann tekur nú við starfi sem Senior Director hjá lyfjafyrirtækinu Idorsia í Sviss. Stjórnendur og starfsfólk Lyfjastofnunar þakka Kolbeini vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Hrefna Guðmundsdóttir yfirlæknir

Frá 1. september tekur Hrefna Guðmundsdóttir við starfi yfirlæknis. Hrefna er sérfræðingur í nýrnalækningum og starfar jafnframt sem sérfræðilæknir á Landspítala. Hrefna hefur starfað sem klínískur sérfræðingur hjá Lyfjastofnun frá árinu 2014, verið fulltrúi stofnunarinnar í vísindaráðgjafarhópi Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), auk þess að vinna að verkefnum sem snúa að lyfjagát.

Hrefna Guðmundsdóttir

Sindri Kristjánsson staðgengill forstjóra

Á sama tíma tekur Sindri Kristjánsson við sem staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Sindri er lögfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Lyfjastofnun frá 2014. Áður starfaði hann sem lögfræðingur í velferðarráðuneytinu og hjá þróunarsjóði EFTA í Brussel. Sindri hefur verið yfirlögfræðingur Lyfjastofnunar frá 2015 en auk þess gegndi hann starfi sviðsstjóra eftirlitssviðs á árunum 2017 og 2018.

Sindri Kristjánsson
Síðast uppfært: 1. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat