Lyfjastofnun bárust 34 svör við eindregnum tilmælum vegna ígræddra lækningatækja

34 svör hafa borist Lyfjastofnun frá aðilum sem selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi við bréfi sem sent var út í desember síðastliðnum.

Útsend bréf voru 361 og af þeim 34 svörum sem bárust er eitt atvik sem tilkynnt var um sem er í skoðun hjá stofnuninni. 28 viðtakendur hafa staðfest að ekkert atvik hafi komið upp. Til viðbótar voru fimm svör af ýmsum toga sem vörðuðu ekki atvikatilkynningar. Má þar nefna til dæmis upplýsingar um að viðkomandi selji ekki lækningatæki.

Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um þetta eina tilkynnta atvik að svo stöddu þar sem skoðun þess er á frumstigi. Upplýsingar um þau atvik sem skoðuð verða í tengslum við lækningatæki vegna útsendra bréfa verða birtar á vefnum www.lyfjastofnun.is eins fljótt og unnt er að veita þær að skoðun lokinni.

Síðast uppfært: 4. janúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat