Meistaranemar heimsækja Lyfjastofnun

Á hverju ári fær Lyfjastofnun heimsókn frá meistaranemum í Lyfjafræði. Fyrr í vikunni fór ein slík heimsókn fram þar sem meistaranemar hlýddu á kynningu um stofnunina og gæddu sér á veitingum. Í kynningum fyrir nemana var farið yfir verkefni stofnunarinnar, erlent samstarf og þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í lok kynninga gafst nemunum kostur á að spyrja spurninga og sköpuðust líflegar umræður meðal annars um fylgiseðla með lyfjum.Lyfjafræðingar eru stærstur hópur starfsmanna Lyfjastofnunar en þeir eru 20 talsins.

Heimsokn-lyfjo

Síðast uppfært: 20. október 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat