Minnt á lágmarksþjónustu í sumar

Lágmarksþjónusta verður veitt dagana 24. júlí – 4. ágúst 2023 vegna sumarleyfa

Opnunartími Lyfjastofnunar verður hefðbundinn og öllum erindum verður svarað eins fljótt og auðið er. Einhverjar tafir gætu þó orðið á fyrrnefndu tímabili. Áríðandi verkefnum verður sinnt þessa daga þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Takmarkanir á þjónustu

Á tímabilinu verða takmarkanir á þjónustu Lyfjastofnunar í nokkrum málaflokkum. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér þær og taka mið af þeim við umsóknir og samskipti við Lyfjastofnun.

Nánar um lágmarksþjónustu og takmarkanir á afgreiðslu vegna sumarleyfa

Síðast uppfært: 28. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat