Ný lyf á markað 1. október 2017

Tíu ný lyf komu á markað 1. október 2017

Amitriptylin Abcur, filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af amitriptylínhýdróklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á alvarlegu þunglyndi með og án geðlægðar. Lyfið er einnig ætlað til meðferðar við geðhvarfasýki með alvarlegri þunglyndisröskun. Notkun lyfsins getur dregið úr viðbragðsgetu. Lyfið er lyfseðilskylt.

Atomoxetine Sandoz, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg og 80 mg af atomoxetin. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára eða eldri, hjá unglingum og hjá fullorðnum sem hluti af heildarmeðferð. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Benepali, stungulyf, lausn í áfylltri sprautu eða lausn í áfylltum lyfjapenna. Hver lausn í áfylltri sprautu inniheldur 25 mg eða 50 mg etanercept. Hver lausn í áfylltum lyfjapenna inniheldur 50 mg etanercept. Lyfið er ætlað til meðferðar við iktsýki, sjálfvakinni barnaliðagigt, sóragigt, áslægum hryggbólgusjúkdómi, hrygggikt, skellupsoriasis og skellupsoriasis hjá börnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í gigtarlækningum, húðsjúkdómum og ónæmisfræði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Clariscan, stungulyf, lausn og lausn í áfylltri sprautu. Hver ml af stungulyfi inniheldur 279,3 mg af gadótersýru. Lyfið er skuggaefni sem ætlað er til mögnunar skugga í segulómun til að bæta afmörkun og myndgreiningu. Lyfið er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Drontaste, töflur. Hver tafla inniheldur 150 mg febantel, 50 mg pyrantel og 50 mg praziquantel. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar við blönduðum sýkingum af völdum þráðorma og bandorma í hundum. Lyfið er lyfseðilskylt.

Mydrane, stungulyf, lausn. 1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 0,2 mg af tropicamidi, 3,1 mg phenylephrinhýdróklóríði og 10 mg af lidocainhýdróklóríði. Lyfið er til notkunar við aðgerðir við dreri til að ná fram ljósopsvíkkun og deyfingu í auga meðan aðgerðin fer fram. Lyfið er eingöngu ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Ávísun lyfsins er bundið við sérfræðinga í augnlækningum. Lyfið er lyfseðilskylt.

Phoxilium, fosfat blóðskilunar-/blóðsíunarlausn. Phoxilium er notað til samfelldrar uppbótarmeðferðar fyrir nýrun (CRRT) hjá alvarlega veikum sjúklingum með bráða nýrnabilun (ARF) þegar pH-gildi og blóðkalíumþéttni hefur verið komið í eðlilegt horf og þegar sjúklingar þarfnast viðbótarfosfats til að bæta upp fyrir tap á fosfati við örsíun eða skilun, meðan CRRT stendur. Lyfið má einnig nota við lyfjaeitrun eða eitrunum, þegar eitrið er fjarlæganlegt með skilun eða fer í gegnum himnuna. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í nýrnasjúkdómum. Lyfið er lyfseðilskylt.

Sevelamercarbonat Stada, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 800 mg af sevelamor karbónati. Lyfið er ætlað til að hafa stjórn á blóðfosfathækkun hjá fullorðnum sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun. Lyfið er einnig ætlað til að hafa stjórn á blóðfosfatahækkun hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm, ekki í blóðskilun og með styrk fosfórs í sermi ≥ 1,78 mmól/l. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Venlafaxin Medical Valley, forðatöflur. Hver forðatafla inniheldur 75 mg, 150 mg eða 225 mg af venlafaxíni sem hýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er notað í meðferð við alvarlegum þunglyndisköstum, til að fyrirbyggja endurtekin alvarleg þunglyndisköst, í meðferð við almennri kvíðaröskun, í meðferð við félagsfælni og í meðferð við felmtursröskun með eða án víðáttufælni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vortil, innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 200 mg af vórikónazóli. Vórikónazól er breiðvirkt tríazól-sveppalyf og er notað við margvíslegum sveppasýkingum hjá fullorðnum og börnum 2 ára og eldri. Lyfið á fyrst og fremst að nota hjá sjúklingum með versnandi og hugsanlega banvæna sýkingu. Lyfið er sjúkrahúslyf og lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 25. október 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat