Nýjum lista ESB yfir sérstaklega mikilvæg lyf ætlað að fyrirbyggja lyfjaskort

Í listanum er að finna rúmlega 200 virk efni lyfja sem mikilvægt er að séu ávallt til staðar. Því munu lyfjastofnanir í Evrópu leggja sérstaka áherslu á að koma í veg fyrir skort þessara lyfja, m.a. með nánara eftirliti með framboði þeirra

Aðferðafræði

Farið var yfir 600 virk lyfjaefni sem finna mátti í sambærilegum listum sex ríkja á EES svæðinu og þau flokkuð eftir áhættu, þ.e. hvaða afleiðingar skortur myndi hafa á einstaklinga og samfélög. Yfirflokkar eru tveir:

  • alvarleiki þess sjúkdóms sem lyfið er tekið við
  • framboð af annarri lyfjameðferð við sjúkdómnum

Hvor þessara áhættuflokka hefur þrjá undirflokka, og sem dæmi má nefna þann flokk sem mest áhætta fylgir; skortur lyfja í þeim flokki myndi hafa í för með sér mjög alvarlegan heilsubrest þess sem lyfsins þarfnast, ógna lífi viðkomandi, hefði óafturkræfar afleiðingar, eða ógnaði heilsu almennings. Nánari upplýsingar um flokkun lyfja og aðferðafræði vinnuhóps HMA og EMA má finna í meðfylgjandi skjali.

Um ESB listann yfir mikilvæg lyf

Í listanum er að finna lyf tekin við margvíslegum heilsubresti, bæði lyf sem eru í mikilli og almennri notkun, og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum; bæði frumlyf og samheitalyf.

ESB listanum er ekki ætlað að koma í stað sambærilegra skjala í einstökum ríkjum, þeirra getur verið þörf fyrir sérstakar aðstæður á hverjum stað. Þó stendur til að uppfæra slíkan íslenskan lista, þannig hann endurspegli lista ESB.

Þá er rétt er að benda á að listann má ekki túlka þannig að lyfin sem þar er að finna muni skorta frekar en önnur. Hann hefur hins vegar að geyma þau lyf sem ástæða er til að fylgjast sérstaklega með hvað framboð varðar, því skortur þeirra gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Listinn yfir mikilvæg lyf er gefinn út í sameiningu af Framkvæmdastjórn ESB, Samtökum forstjóra lyfjastofnana EES ríkjanna (HMA), og Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Undirbúningsvinna hófst árið 2021 með samtali við lyfjayfirvöld á EES svæðinu, heilbrigðisstofnanir, sjúklingasamtök, lyfjafyrirtæki og vísindasamfélagið, en um endanlega samsetningu listans sá sérstakur vinnuhópur HMA og EMA um framboð lyfja. Bætt verður við listann á næsta ári og framvegis verður hann uppfærð árlega.

Nánari upplýsingar á ensku:

Frétt EMA um ESB listann yfir mikilvæg lyf

Aðferð við samsetningu listans

Spurt og svarað um ESB listann yfir mikilvæg lyf

Síðast uppfært: 14. desember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat