Prófanagrunnur vegna nýrra merkinga í lyfjaverðskrá er tilbúinn

Hægt er að tengjast prófunargrunninum og hefja prófanir á nýjum merkingum í lyfjaverðskránni

Eins og fram kom í frétt á vef Lyfjastofnunar frá 26. október sl. um Greiðslur til lyfjabúða vegna afgreiðslu ódýrustu lyfja í viðmiðunarverðflokkum, var stefnt að því að prófunargrunnur með upplýsingum yrði tilbúinn um miðjan nóvember. Nú er hægt að tengjast prófunargrunninum og hefja prófanir á nýjum merkingum í lyfjaverðskránni og uppfæra viðkomandi tölvukerfi með nýju merkingunum.

Tveimur dálkum hefur verið bætt við lyfjaverðskrá. Upplýsingar í þeim tilheyra eingöngu lyfjum sem eru í viðmiðunarverðflokkum.

  • „Einingarverð“ - sýnir verð per stk., reiknað út frá greiðsluþátttökuverði (t.d. verð fyrir hverja töflu/hylki o.s.frv.).
  • „Greitt fyrir afgreiðslu“ – Sýnir með merkingunni „1“ (já) að viðkomandi pakkning er ein af þeim sem er í greiðsluglugganum (frá ódýrasta lyfi að 5% hærra). Merkingin „0“ (nei) sýnir að ekki er greitt fyrir afgreiðslu viðkomandi pakkningar.
  • Tilgangurinn með merkingunni er að sýna á skýran hátt hvaða pakkning/-ar eru ódýrastar í hverjum viðmiðunarverðflokki og þar með skapa hvata til afgreiðslu á ódýrari lyfi.

Í pdf-skjali um vefþjónustur Lyfjastofnunar eru lýsingar á þeim vefþjónustum sem eru í boði og viðbótum sem verða á þeim vegna nýju dálkanna.

Textalyfjaverðskrá verður ekki uppfærð með breytingunum og ekki gefin út um næstu áramót eins og áður hefur verið tilkynnt um.

Lyfjaverðskrá í Excel formi verður uppfærð með breytingunum og birt á vefLyfjastofnunar. Ef þörf er á eintaki til prófunar/skoðunar, er hægt að biðja um slíkt með því að senda tölvupóst á [email protected]. Ef einhverjar spurningar vakna vegna breytinganna má nýta sama netfang.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat