Tækifæri til að efla enn starfsemi stofnana Evrópusambandsins

Lyfjastofnun Evrópu er ein þeirra. Skýrsla Endurskoðunarréttar ESB nýkomin út.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA – European Medicines Agency) er ein þeirra þrjátíu og sjö sjálfstæðu stofnana sem starfa á vegum Evrópusambandins. Verkefni þeirra eru afar fjölbreytt, en auk lyfjamála má nefna flugöryggismál, umhverfismál, fæðuöryggi, fjármálastöðugleika, og dýravernd.

Rýnt í starfsemi stofnana

Nú hefur Endurskoðunarréttur ESB (European Court of Auditors - ECA) birt skýrslu um starf stofnananna, ekki einungis hverrar um sig, heldur einnig með heildaryfirsýn í huga. Hvernig þeim gengur að vinna að markmiðum ESB með hagsmuni borgara landanna í fyrirrúmi, og hversu vel sambandið hefur búið að stofnununum svo þeim sé þetta kleyft.

Niðurstaða endurskoðunar

Að venju var fjárhagsstaða stofnananna skoðuð og reyndist hún með ágætum árið 2019. Hvað varðar sýn á að ná fram markmiðum kemur fram í skýrslunni að hægt væri að efla starfsemi stofnananna enn frekar með meiri samvinnu þeirra og auknum sveigjanleika í starfsemi hverrar um sig. Skoða mætti samfellu í starfseminni og aðlaga hana að þörfum hverju sinni. Einnig meta hvort stjórnarhætti væri hægt að bæta, ekki aðeins í því skyni að sinna verkefnum hverrar stofnunar fyrir sig, heldur einnig til að þær geti lagt enn frekar af mörkum til stefnumótunar. Þá þyrfti einnig að nýta bolmagn stofnananna til hins ýtrasta til að marka þeim stöðu hverri um sig sem miðstöð sérþekkingar á sínu sviði.

Fréttatilkynning EC

Skýrsla ECA

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat