Þegar sama lyf frá öðrum framleiðanda er í boði

Oft er hægt að draga úr lyfjakostnaði með því að velja ódýrara sambærilegt lyf. Lyfjastofnun raðar lyfjum í svokallaða skiptiskrá og þar eru flokkuð saman sambærileg lyf í sama viðmiðunarverðflokki, sem þó geta verið á mismunandi verði.

Þetta er það sem um ræðir þegar apótek bjóða sama lyf frá öðrum framleiðanda. Þá er um ódýrari valkost að ræða en lyfið sem læknirinn ávísaði.

Hvers vegna er mér stundum boðið sama lyf frá öðrum framleiðanda?

Apótekum ber að bjóða ávallt ódýrari valkost þegar til eru sambærileg lyf.

Óhætt er að þiggja lyf frá öðrum framleiðanda

Þú færð þá lyfjameðferð sem læknirinn hefur ákveðið þó svo að apótekið bjóði þér annað sambærilegt lyf.

Lyfjastofnun hefur gengið úr skugga um að lyfin séu sambærileg. Sömu gæðakröfur eru gerðar til allra lyfja, hvort sem þau eru frumlyf eða samheitalyf.

Þeir lyfjanotendur sem afþakka ódýrari valkost greiða sjálfir mismuninn í verði.

Af hverju bjóða apótek stundum annað lyf en læknir hefur ávísað?

Þessi háttur er hafður á þar sem enginn á að þurfa að bera hærri kostnað en nauðsynlegt er fyrir lyf, hvorki neytendur né samfélagið í heild sinni.

Þegar apótek býður ódýrari valkost:

  • Inniheldur lyfið sama virka efni og hefur sömu verkun
  • Hefur lyfið annað nafn og getur verið frábrugðið í útliti
  • Geta upplýsingarnar í fylgiseðli verið ólíkar
Síðast uppfært: 22. febrúar 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat