Til markaðsleyfishafa: Undirbúningur fyrir Brexit

Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í febrúar á þessu ári að unnt væri að veita tímabundnar undanþágur vegna flutnings
prófunarstaða. Undanþágur verða veittar að hámarki út árið 2019. Framkvæmdastjórnin áréttar í tilkynningu frá 25. júlí sl. mikilvægi þess að markaðsleyfishafar
nýti tímann fram að 31. október 2019 til að ljúka nauðsynlegum undirbúningi. Þetta er gert
til að tryggja að allir prófunarstaðir framleiðslulota sem verið hafa í Bretlandi
flytjist til einhvers af EES löndunum fyrir 1. janúar 2020.

Síðast uppfært: 7. ágúst 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat