Helstu verkefnin eru umsóknir um verð og greiðsluþátttöku og útgáfa lyfjaverðskrár.
Vefur lyfjagreiðslunefndar hefur verið fluttur undir vef Lyfjastofnunar og er hann að finna á slóðinni verd.lyfjastofnun.is. Þar má nálgast eyðublöð fyrir umsóknir, m.a. fyrir verð, birtingu nýrra lyfja, og endurbirtingu lyfja þegar skorti er lokið. Umsóknir skal senda á nýtt netfang [email protected]
Á vefnum eru einnig upplýsingar og skjöl um verð og greiðsluþátttöku.
Þau helstu eru:
• Lyfjaverðskrá
• Undanþágulyfjaverðskrá
• Lyfjaverðskrárgengi
• Afskráningar vegna birgðaskorts
• Listi yfir helstu breytingar á milli mánaða
• Listi yfir lyf sem falla undir skilyrta greiðsluþátttöku.
• Listi og upplýsingar um leyfisskyld lyf
Einnig eru lokuð svæði fyrir umboðsaðila til að senda inn umsóknir og setja inn upplýsingar. M.a. um umboðsmannaverð, verðumsóknir, og GTIN númer.
Fréttum um þessi verkefni verður miðlað á aðalvef Lyfjastofnunar, lyfjastofnun.is