Yfirlýsing ECDC og EMA um örvunarskammta bóluefna gegn COVID-19

Stofnanirnar telja óbólusetta og viðkvæma eiga að ganga fyrir þegar bóluefni er ráðstafað

Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) og Lyfjastofnun Evrópu (EMA) telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki. Fyrirliggjandi gögn um virkni og vernd allra bóluefna sem fengið hafa leyfi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), segja til um að bóluefnin veiti sem stendur mjög góða vörn gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, sjúkrahúsvist eða andláti. Forgangsröðun í notkun bóluefnis ætti að vera önnur.

Fólk með veiklað ónæmiskerfi

Í yfirlýsingunni kemur fram að mikilvægt er að gera greinarmun á viðbótarskömmtum fyrir fólk með veiklað ónæmiskerfi og örvunarskömmtun fyrir þá sem í grunninn hafa góðar varnir. Ýmsar rannsóknir sýna að viðbótarskammtur fyrir ónæmisbælda, eins og líffæraþega, getur aukið varnir þeirra gegn sjúkdómnum. Nú þegar ætti því að íhuga viðbótarskammt fyrir þennan hóp. Þá ætti einnig að koma til álita að bjóða gömlu og hrumu fólki, sérstaklega því sem býr á dvalarheimilum, viðbótarskammt bóluefnis í varúðarskyni.

Óbólusettir

ECDC og EMA telja einnig mikilvægt að láta ganga fyrir að ná til óbólusettra frekar en að bjóða fullbólusettum örvunarskammt, en einn af hverjum þremur á EES svæðinu, 18 ára og eldri, er óbólusettur. Til að bæta og tryggja árangur bólusetninga er mjög mikilvægt að sinna persónulegum sóttvörnum eins og áður í faraldrinum, sérstaklega þar sem veikburða einstaklingar dvelja, svo sem á sjúkrahúsum og dvalarheimilum.

EMA metur um þessar mundir gögn um viðbótarskammta bóluefna, og þar með hvort uppfæra þurfi lyfjatexta. Einnig mun EMA rýna í gögn um örvunarskammta.

Ákvarðanir hjá hverju landi fyrir sig

Ákvörðun um framkvæmd bólusetninga fer fram í hverju landi fyrir sig, hvort heldur um grunnbólusetningu, viðbótar- eða örvunarskammt er að ræða. Enda stjórnvöld á hverjum stað best til þess fallin að meta út frá aðstæðum hver þörfin er.

Sjá nánar í frétt EMA um yfirlýsinguna

Síðast uppfært: 20. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat