Vanquin

Lausasölulyfið Vanquin (Pyrvinum) 50mg húðaðar töflur er ófáanlegt hjá heildsölu.

16.febrúar 2020

Lausasölulyfið Vanquin (Pyrvinum) 50mg húðaðar töflur er ófáanlegt hjá heildsölu.

Fyrirsjáanlegt er að Vanquin verður ekki fáanlegt nema í takmörkuðu magni frá framleiðanda og heildsölu fram á árið 2021.

Vanquin er eina lausasölulyfið á markaði sem notað er til meðferðar á Njálg.

Á markaði er til annað lyf við Njálg, lyfið Vermox (Mebendazolum) 100mg töflur og Vermox mixtúra/dreifa 20mg/ml. Athugið að lyfið Vermox er lyfseðilskylt.

Ráð til lyfjanotenda:

Enn eru til einhverjar pakkningar af Vanquin í apótekum landsins. Lyfjastofnun beinir til þeirra lyfjanotenda sem grípa í tómt í apóteki að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi yfir apótek á Íslandi.

Ef nauðsynlegt reynist að rjúfa eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Ráð til lækna og lyfjabúða:

Búast má við aukinni eftirspurn eftir lyfjaávísun og sölu lyfinu Vermox á meðan Vanquin er í skorti.

Síðast uppfært: 11. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat