Skrifstofa forstjóra

Forstjóri

Rúna Hvannberg Hauksdóttir

Starfseiningar skrifstofu forstjóra eru sjö, að forstjóra meðtöldum (forstjóri, gæðastjóri, lögfræðingur, mannauðsstjóri, breytingastjóri, klínísk deild og upplýsingadeild)


Gæðastjórnun

Bjarni Þórisson

 • Stjórnun og rekstur á UT gæðastjórnunarkerfi Lyfjastofnunar
 • Starfrækja og viðhalda skjalastýrðu og skilvirku gæðastjórnunarkerfi kerfi
 • Innleiðing og framkvæmd á gæðastefnu Lyfjastofnunar
 • Ráðgjöf og aðstoð við gæðamál innan Lyfjastofnunar
 • Þátttaka í vinnuhóp gæðastjóra lyfjastofnana Evrópu (WGQM) ásamt þátttöku í innra samanburðareftirliti (Benchmarking of European Medicines Agencies) Lyfjastofnana innan evrópska efnahagssvæðisins
 • Starfrækja og viðhalda skilvirku innra eftirliti á starfsemi stofnunarinnar, þ.m.t. á Lyfjagátarkerfi stofnunarinnar
 • Utanumhald og rekstur á ábendinga-, frávika- og úrbótakerfi Lyfjastofnunar
 • Innleiðing og framkvæmd gæðaverkefna, þ.m.t. ISO 9001 og ÍST 85


Mannauðsstjórnun

Sigurlaug K. Jóhannsdóttir

 • Utanumhald mannauðsmála
 • Mótun og innleiðing mannauðsstefnu
 • Stuðningur og ráðgjöf við starfsmenn og stjórnendur í mannauðstengdum málum
 • Mótun og innleiðing ferla við ráðningar, móttöku nýrra starfsmanna og starfslok
 • Mótun starfsþróunarstefnu, innleiðing og eftirfylgni
 • Umsjón með:
  • með ráðningum og móttöku nýrra starfsmanna
  • launamálum og stofnanasamningum
  • starfsmannasamtölum og frammistöðumati
  • tímaskráningarkerfi (Vinnustund)


Lögfræðingar

Fjóla Pétursdóttir
Sindri Kristjánsson

 • Lögfræðileg ráðgjöf og álitsgerðir
 • Afgreiðsla stjórnsýsluerinda
 • Umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir
 • Samskipti við ráðuneyti og stofnanir
 • Umsjón með dómsmálum
 • Umsagnir um kærumál og kærur til lögreglu
 • Yfirlestur samninga
 • Seta í nefndum og ráðum
 • Erlend samvinna

 

Breytingastjórnun

Inga Rósa Guðmundsdóttir

 • Stefnumótun:
  • Innleiðing og viðhald stefnu Lyfjastofnunar. 
  • Umsjón með framgangi innleiðingaráætlunar samkvæmt settum mælikvörðum
 • Ferlaþróun og innleiðing ferils um viðhalds stefnu Lyfjastofnunar
 • Uppbygging, og viðhaldi breytingar- og árangurstjórnunar innan Lyfjastofnunar
 • Stuðningur við stjórnendur og starfsfólk

 

Klínísk deild

Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir

 • Vísindaráðgjöf
 • CHMP þátttaka og klínískt mat sem rapp- og co-rapp fyrir samheita og frumlyf
 • Umsagnir og mat: 
  • Undanþágulyf
  • Klínískar rannsóknir á Íslandi
  • Samantektarskýrsla um öryggi mannalyfja (e.PSUR : Periodic Safety Update Report)
  • Aukaverkanatilkynningar
 • Almenn ráðgjöf fyrir upplýsingadeild og fagsvið Lyfjastofnunar

 

Upplýsingadeild

Jana R. Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar

 • Upplýsingamiðlun
 • Fræðsla
 • Útgáfa
 • Tölfræði
 • Almannatengsl
 • Viðburðir


Var efnið hjálplegt? Nei