02. Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru samþykkt á Íslandi og hver eru í mati?

Fjórum bóluefnum gegn COVID-19 hefur verið veitt markaðsleyfi á Íslandi. Það eru bóluefnin Comirnaty frá BioNTech og Pfizer, COVID-19 Vaccine ModernaCOVID-19 Vaccine AstraZeneca og COVID-19 Vaccine Janssen. Grundvöllur markaðsleyfa allra bóluefnanna er ítarlegt mat Lyfjastofnunar Evrópu á virkni, öryggi og gæðum þeirra.

Þrjú önnur bóluefni er í flýtimati (áfangamati) hjá Lyfjastofnun Evrópu, en það eru bóluefni frá Novavax og CureVac ásamt bóluefninu Sputnik V.

Samningar um innkaup bóluefna gegn COVID-19 eru á höndum heilbrigðisráðuneytisins. Framkvæmd bólusetninga er á forræði sóttvarnarlæknis hjá Embætti landlæknis.

Síðast uppfært: 11. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat