04. Hvernig ætlar Lyfjastofnun að bregðast við ef útganga Breta af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) leiðir af sér skort á mikilvægum lyfjum?

Lyfjastofnun fylgist náið með hvort útganga Breta úr EES komi til með að hafa í för með sér skort á mikilvægum lyfjum. Markaðsleyfishöfum og umboðsmönnum þeirra hér á landi er skylt að tilkynna til Lyfjastofnunar sé fyrirséð að skortur á skráðum lyfi sé yfirvofandi. Lyfjastofnun hvetur apótek og heilbrigðisstofnanir að tilkynna við fyrsta tækifæri ef vart hefur orðið við lyfjaskort. Undanfarna mánuði hefur sérstaklega verið fylgst með lyfjum sem tengjast Bretlandi með einum eða öðrum hætti og hætta er á að verði ófáanleg hér á landi eftir að aðlögunartíminn rennur út.

(6.2.2020)

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat