05. Hvers vegna má selja ákveðin lyf í lausasölu en ekki önnur þó um samskonar lyf sé að ræða?

Markaðsleyfishafi lyfs sækir um heimild til að selja lyf sitt í lausasölu. Lyfjastofnun veitir slíka heimild að uppfylltum skilyrðum m.a. um öryggi lyfsins við sjálfsmeðhöndlun, þ.m.t. um fylgiseðil og áletranir á umbúðum. Ef annar markaðsleyfishafi samskonar lyfs sækir ekki um heimild til að selja lyfið sitt í lausasölu þá eru þessi skilyrði ekki uppfyllt fyrir hans lyf og þar með er lausasala á lyfi hans ekki heimil. Á markaði geta því verið samskonar lyf með og án heimildar til lausasölu.

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat