Forstjórar norrænna lyfjastofnana funda í Reykjavík

Dagana 17. og 18. ágúst var haldinn fundur forstjóra norrænna lyfjastofnana. Fundirnir fara fram tvisvar á ári og að þessu sinni var fundað í húsakynnum Lyfjastofnunar í Reykjavík. Þessir fundir eru liður í samstarfi Norðurlandanna á svið lyfjamála, en forstjórarnir tilheyra nú þegar stærri samstarfshópi forstjóra lyfjastofnanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Samstarfi norrænu forstjóranna er ætlað að tryggja og auka frekari samvinnu á milli norrænu stofnananna umfram það sem tíðkast í dag, en samstarfið fyrir er töluvert.

Lyfjastofnun leggur mikið upp úr því að taka þátt í samstarfi með þessum aðilum þar sem norrænu stofnanirnar eru margar hverjar í fremstu röð á heimsvísu, hver á sínu sviði. Samstarf Lyfjastofnunar við Norrænu stofnanirnar er að mörgu leyti ómetanlegt, bæði fyrir íslenskan lyfjaiðnað og sömuleiðis fyrir sjúklinga hér á landi en samstarfið er sjúklingum hér á landi til verulegra hagsbóta.

Á fundunum eru meðal annars ræddir nýir mögulegir snertifletir og frekara samstarf, sem og hvernig bregðast má við ytri áhrifum, en um þessar mundir má nefna sem dæmi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Einnig er tækifærið nýtt til að skiptast á skoðunum um málefni líðandi stundar á sviði lyfjamála svo sem „Big data“, „horizon scanning“ o.m.fl.

ForstjorarMynd af norrænu forstjórunum. Efri röð frá vinstri: Audun Hågå frá Legemiddelverket í Noregi og Esa Heinonen frá Fimea í Finnlandi. Neðri röð frá vinstri: Thomas Senderovitz frá Lægemiddelstyrelsen í Danmörku, Rúna Hauksdóttir Hvannberg frá Lyfjastofnun og Catarina Andersson Forsmann frá Läkemedelsverket í Svíþjóð.

Síðast uppfært: 18. ágúst 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat