Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2017

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september2017

7.9.2017

Allerzine Filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg af hýdroxýzínhýdróklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar á kvíða hjá fullorðnum. Lyfið er einnig ætlað til meðferðar við kláða. Lyfið er lyfseðilsskylt og merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi.

Dasselta Filmuhúðuð tafla. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg af deslóratadíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri, til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dutasteride Medical Valley Mjúkt hylki. Hvert hylki inniheldur 0,5 mg af dútasteríði. Lyfið er ætlað til meðferðar við miðlungsmiklum sem og verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli og til að draga úr hættu á bráðri þvagteppu og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil sem og veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Quetiapin Hexal Forðatafla. Hver forðatafla inniheldur 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg eða 400 mg af quetiapini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað til meðferðar við geðklofa og geðhvarfasýki og sem viðbótarmeðferð við alvarlegum geðlægðarlotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Saxenda Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Lyfið er ætlað sem viðbót við hitaeiningaskert mataræði og aukna hreyfingu til þyngdarstjórnunar hjá fullorðnum sjúklingum með og háan upphafslíkamsþyngdarstuðul (BMI). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zonnic Mint Munnholsduft í posa. Hver posi inniheldur 4 mg af nicotini. Hjálparefni með þekkta verkun er aspartam. Lyfið er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr löngun í nicotin og úr fráhvarfseinkennum, og auðvelda þannig reykingafólki sem er reiðubúið að hætta að reykja að venja sig af tóbaki eða til að auðvelda reykingafólki sem getur ekki eða vill ekki hætta að reykja, að draga úr reykingum. Lyfið er selt án lyfsðils.

Sjá lista

Til baka Senda grein