Allergan stöðvar sölu og innkallar óselda brjóstapúða

Framleiðandinn Allergan hefur stöðvað sölu og innkallað óselda brjóstapúða með hrjúfu yfirborði í Evrópu. Ekki hefur verið sýnt fram á aukna áhættu vegna þessara brjóstapúða né er talin ástæða fyrir einstaklinga með slíka púða að láta fjarlægja þá.

CE vottun Allergan fyrir brjóstapúða með hrjúfu yfirborði rann út 16. desember sl. Eftirlitsaðilinn GMED í Frakklandi hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá Allergan áður en vottunin verður endurnýjuð.

Þessum púðum hefur ekki verið dreift á Íslandi síðan um mitt ár 2015 og um eldri dreifingu er verið að afla frekari upplýsinga.

Ef einstaklingar með ígrædda brjóstapúða hafa spurningar varðandi málið eða eru áhyggjufullir leggur Lyfjastofnun ríka áherslu á að leitað sé til þess læknis sem framkvæmdi ígræðsluna.

Lyfjastofnun mun áfram fylgjast náið með framvindu málsins í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Evrópu.

Tilkynning frá bresku lyfjastofnuninni

Sjá einnig frétt af vef Lyfjastofnunar

Síðast uppfært: 21. desember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat