Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Lyf sem innihalda azithromycin

Í nýlegri klínískri rannsókn var rannsakað hvort snemmbúin fyrirbyggjandi meðferð með azithromycini gæti bætt lifun án versnunar loftflæðis 2 árum eftir blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu (HSCT). Rannsókninni var hætt snemma eftir að fram kom aukin áhætta á bakslagi hjá sjúklingum sem notuðu azithromycin samanborið við lyfleysu.

Ekki er ljóst hvernig azithromycin kynni að hafa átt þátt í framkominni hækkaðri tíðni bakslags blóðsjúkdóma í rannsókninni, niðurstaðan er engu að síður sú að notkun azithromycins til lengri tíma eftir blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu geti valdið áhættu sem er meiri en væntanlegur ávinningur af notkun lyfsins.

Azithromycin er ekki heimilað til fyrirbyggjandi notkunar við berkjungastífluheilkenni (BOS) hjá sjúklingum sem gangast undir blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfi sem markaðsleyfi hefur sent heilbrigðisstarfsfólki.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Tilkynning aukaverkana

Vinsamlegast tilkynnið allar aukaverkanir sem grunur er á að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 7. maí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat