Upplýsingafundur um nýja reglugerð klínískra prófana á mannalyfjum

Lyfjastofnun boðar til upplýsingafundar 13. janúar nk. Skráningarfrestur til 7. janúar.

Ný reglugerð um klínískar prófanir á mannalyfjum tekur gildi 31. janúar nk. Reglugerðin tiltekur nýtt fyrirkomulag umsýslu umsókna um nýjar rannsóknir og breytingar á rannsóknum og er í samræmi við regluverk ESB fyrir klínískar lyfjaprófanir.

Upplýsingafundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík 13. janúar 2022 kl. 13:45-15:45
Frestur til þess að skrá sig er til og með 7. janúar kl. 14:00.

Meðal umræðuefnis verður ný reglugerð og breytingar frá gildandi reglugerð og ný samevrópsk gátt klínískra rannsókna. Færi mun gefast til spurninga.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.

Síðast uppfært: 16. desember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat