COVID-19: Almenningi boðið til fundar um samþykkt bóluefni

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) stendur fyrir opnum fundi á morgun, föstudaginn 8. janúar, um þau bóluefni gegn COVID-19 sem samþykkt hafa verið til notkunar á EES svæðinu. Fundurinn verður sendur út beint og stendur frá kl. 12:00-14:15 að íslenskum tíma

Þetta er annar fundurinn sem EMA heldur til að fræða almenning um bóluefni gegn COVID-19. Sá fyrsti var haldinn 11. desember sl. og var þá fjallað almennt um þá ferla sem fylgt er í aðdraganda þess að veitt er samþykki fyrir notkun bóluefna.

Hjá EMA og aðildarstofnunum á EES-svæðinu hefur síðustu vikur verið unnið hörðum höndum að því meta rannsóknargögn hratt og örugglega, til að flýta því sem mest að bóluefni komist til notenda. Ekkert hefur þó verið slegið af kröfum um gæði, öryggi og virkni bóluefnanna.

Hér er upplýsingasíða fyrir fundinn og hér beinn hlekkur á útsendinguna.

Fjallað um Comirnaty og COVID-19 Vaccine Moderna

Á fundinum 8. janúar verður sjónum beint sérstaklega að þeim bóluefnum sem þegar hafa hlotið samþykki, Comirnaty frá BioNTech/Pfizer sem samþykkt var til notkunar skömmu fyrir jól, og bóluefnið frá Moderna sem hlaut samþykki í gær, 6. janúar.

Með þessum fundi gefst almenningi tækifæri til að fræðast um forsendur fyrir samþykkt bóluefnanna tveggja, og hvernig fylgst er náið með öryggi þeirra eftir að notkun hefst. Einnig hvert hlutverk framkvæmdastjórnar ESB og lyfjayfirvalda í hverju landi er í því að veita markaðsleyfi fyrir bóluefnin.

Boðið er upp á að senda athugasemdir og fyrirspurnir á netfangið [email protected] meðan á fundinum stendur. Rétt er að benda á að með því að senda erindi samþykkir viðkomandi eftirfarandi:

• vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt reglum EMA um persónuvernd
• að EMA verði heimilt að birta innsendar athugasemdir nafnlaust á vef sínum að
fundi loknum. Sá sem ekki vill að athugasemdir hans birtist, jafnvel ekki nafnlaust, skal taka það fram í tölvupóstinum

Dagskrá fundarins

Síðast uppfært: 7. janúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat