Ofnæmi fyrir frjókornum er algengt vandamál
sem er oft hægt að meðhöndla með lausasölulyfjum. Lausasölulyf eru lyf sem fást
án lyfseðils í apóteki.
Þeir sem hafa ofnæmi fyrir frjókornum geta
orðið fyrir óþægindum þegar líkaminn myndar histamín sem ofnæmisviðbragð við
frjókornum. Histamín getur m.a. valdið bólgum og aukinni slímmyndun. Algeng
einkenni slíkra ofnæmisviðbragða eru kláði í augum sem gjarnan verða rauð,
stíflað nef og nefrennsli ásamt hnerra.
Til eru ýmis lyf við frjókornaofnæmi sem fást
í lausasölu á Íslandi. Upplýsingar um lyfin er að finna í fylgiseðlinum sem
fylgir öllum lyfjapakkningum. Einnig er hægt að nálgast fylgiseðlana í
sérlyfjaskrá á netinu með því að smella á hlekkina hér neðar.
Lyfjastofnun býður ekki uppá
einstaklingsbundna lyfjaráðgjöf né sjúkdómsgreiningu. Hægt er að leita ráða
varðandi frjókornaofnæmi hjá lækni. Lyfjafræðingar í apótekum geta sömuleiðis
veitt ráðleggingar varðandi ofnæmislyf í lausasölu.
Ráð til
þeirra sem eru með frjókornaofnæmi
Gott er að byrja á fyrirbyggjandi meðferð
þegar tilkynnt er um mikið magn frjókorna í næsta nágrenni eða þegar vart
verður við væg ofnæmiseinkenni. Þannig er hægt að forðast sterk ofnæmisviðbrögð.
Ef mikið er um frjókorn í andrúmsloftinu getur verið gott að halda sig
innandyra.
Ofnæmislyf skiptast í þrjá flokka.
Eftirfarandi ofnæmislyf er hægt að kaupa í lausasölu í apótekum á Íslandi.
Andhistamín
Andhistamín blokka verkun histamíns í
líkamanum. Hægt er að kaupa slík lyf í lausasölu sem augndropa, töflur og
nefúða. Athugið að ekki eru allar pakkningar lausasölupakkningar.
Töflur
Augndropar
Nefúðar
Barksterar
(Kortikósteróíðar)
Nefúðar sem innihalda barkstera draga úr
bólgumyndun, hnerra, kláða og stöðvar nefrennsli. Hægt er að kaupa lyf sem
innihalda eftirfarandi virk efni í lausasölu. Athugið að ekki eru allar
pakkningar lausasölupakkningar.
Nefúðar
Krómóglíkat
(Krómónar)
Krómóglíkat hindrar losun boðefna sem valda
bólgu. Hægt er að kaupa slík lyf í lausasölu sem nefúða.
Nefúðar