Undanþágulyf

Læknir getur sótt um leyfi til Lyfjastofnunar til að nota undanþágulyf (óskráð lyf) fyrir sjúkling sinn þegar ekki er hægt að nota önnur lyf sem markaðssett eru á Íslandi t.d. þegar markaðssett lyf er ófáanlegt tímabundið. Þegar slíkt leyfi er veitt er lyfið notað á ábyrgð læknisins.

Mjög mikilvægt er að læknar geri sér grein fyrir að Lyfjastofnun metur ekki undanþágulyf (óskráð lyf) og upplýsingar um þau er ekki að finna á vefsíðu Lyfjastofnunar, hvorki upplýsingar til heilbrigðisstarfsmanna né sjúklinga og íslenskur fylgiseðill er ekki í pakkningum lyfjanna. Þetta á við hvort sem lyfin er að finna í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá eða ekki. 

Hægt er að senda rafræna undanþágubeiðni vegna þeirra lyfja sem er að finna í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá Lyfjagreiðslunefndar (athugið að velja viðeigandi ár og undanþáguverðskrána fyrir viðeigandi mánuð). -Lyf sem ekki eru í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá verður að sækja um á pappír. Þetta gildir t.d. þegar sótt er um ákveðið lyf í fyrsta skipti.

Spurt og svarað um undanþágulyf


Var efnið hjálplegt? Nei